top of page
  • Facebook
  • Screenshot 2024-11-28 at 12_edited
Search

Dagsnámskeið á Akureyri

Dagsnámskeið á Akureyri í Access Bars

Ida Lön stofnaði í ágúst síðastliðin fyrirtæki, Brandugla Heilun, sem er til húsa í Hveragerði. Hún og branduglan munu núna um næstu helgi leggja land undir fót, þjóta norður á Akureyri og bjóða Norðlendingum upp á námskeið í Access Bars. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 9. nóvember og er fjórða námskeiðið sem Branduglan skipuleggur á jafn mörgum mánuðum. 

Access Bars er afar létt og um leið öflugt verkfæri fyrir hvern sem hefur áhuga á persónulegri þróun, heilun og andlegri sem og líkamlegri vellíðan og sem leyfir sér að furðast yfir hvernig þessi heimur virkar. Tæknin er bandarísk, um 30 ára gömul, hún er notuð í meira en 100 löndum um allan heim og kom til Íslands fyrir átta árum. Þess má til gamans geta að Selfyssingurinn Kristín Hanna Bergsdóttir var einn af tveim forgangsmönnum hér á landi.

Access Bars®: 

- Eru 32 punktar á höfðinu, 

- þegar að haldið laust á þessum punktum, fer „loftnetshreinsun“ af stað,

- hentar öllum, veitir ró og slakar á huganum, 

- opnar á sköpun, lífsgleði og hugrekki,

- opnar á getu til að breyta til t.d. varðandi mataræði, hreyfingu og hvíld, 

- hefur jákvæð áhrif á kvíða og þunglyndi, 

- virkar oft verkjastillandi, 

- hefur reynst vel fyrir einstaklingar með ADHD, ADD eða OCD,

- námsefnið er á ensku. 

All of life comes to me with ease, joy and glory 

Viðkomandi sem ”rennir í gegnum“ Access Bars er með mann í algjörri væntumþykju, ekki til að ráðleggja manni, ekki til að laga vandamál heldur til að skapa rými til að velja.  Access Bars er hagnýtt heilunarverkfæri sem opnar á slökun og á að vita það sem maður veit nú þegar en gleymir eða hunsar í amstri dagsins. 

Þegar maður lærir Access Bars þjálfast maður í að spyrja spurninga og taka við því sem heimurinn hefur upp á að bjóða. „All of life comes to me with ease, joy and glory“ er ein af grunnstoðunum undir Access. Það þýðir þó ekki að lífið sé einungis dans á rósum en samkvæmt Access er ástæðan sú að við leyfum hugmyndum og skoðunum annarra að hanga á okkur og trufla okkar líf og huga. 

Þegar maður „rennir í gegnum“ Bars fer loftnetshreinsun af stað og maður sleppir takinu á hlutum sem hafa hangið hjá manni árum saman, maður upplifir frið og á meðan á meðhöndlun stendur hvílir maður í meðvitaðri slökun, algjörlega afslappaður og á sama tíma tengdur öllu því og öllum þeim sem skipta máli.   

Hvað getur svona námskeið gert fyrir þig? 

Á Íslandi er hraðinn mikill - við skjótumst í bæinn, hentumst út í búð, þjótum norður, græjum og gerum og það er alltaf nóg að gera. Í landi þar sem orkan býður upp á hraði, kraft og hugrekki, getur verið gott að stoppa stundum, slaka, anda og beina athygli að því sem í rauninni er í gangi hjá okkur. 

Er eitthvað sem þig langar að breyta í lifi þínu? T.d. verkjum, andlegri líðan, viðhorfi í eigin garð, viðhorfi í garð annara? Værir þú til í að skerpa fókus, forgangsraða betur eða efla sjálfstraust og sköpun? Er krefjandi samtal, aðgerð eða kaflaskil fram undan hjá þér, já, þá er þetta námskeið jafnvel eitthvað fyrir þig. 

Þátttakendur á námskeiðinu læra grunnhugsunin á bak við Access Bars í upphafi dags og svo hefst nemandinn handa við að gefa og þiggja Access Bars. Þú munt gefa og þiggja meðhöndlun tvisvar sinnum – og, já, það er algjört æði! 


Að námskeiði loknu öðlast maður réttindi til að nota aðferðina í meðhöndlun gegn gjaldi. Tekið skal þó fram að flestir velja að læra Access Bars sem leið til eigin slökun og vellíðanar og einnig til þess að geta dekrað við sína nánustu. 

Fyrir frekari upplýsingar eru lesendur velkomið að hafa samband við Idu Lön í tölvupósti (idaloen@gmail.com). Námskeiðið fyrir norðan verður fjórða námskeiðið á jafn mörgum mánuðum – hvernig verður það betra?

 
 
 

Recent Posts

See All
Access Bars

*Grein tekin af https://heilsuhringurinn.is/2019/01/10/access-barshvad-er-thad/ Á Heimsljós messunni í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ í...

 
 
 

Comments


© 2035 by Ida Lön. Powered and secured by Wix

bottom of page