
Englareiki
Englareiki er heilunaraðferð þar sem meðferðaraðili er farvegur til að heilun eigi sér stað. Englar, erkienglar, gyðjur, uppstignir meistarar og vetrarbrautarheilarar koma þegar er beðið um það og yndislegt rými opnast fyrir nýtt líf, nýja möguleika og betri líðan. Með þessari aðferð er, svo dæmi séu tekin, hægt að fá fjarheilun, heilun með þriðja auganu. Það er líka hægt að biðja um að farið sé inn á svið eins og fyrra líf- og fjölvíddarheilun.
Aðferðinni var miðlað til Kevin Cores af erkienglinum Metratron frá október 2002 til febrúar 2003 og byggir á vinnu með 12 orkustöðva kerfi líkamanns. Meðferðin er afar mjúk.
Þessi meðferð tekur allt frá 10 mínútum og upp í klukkutíma.
Lykil hugtök:
Orkulíkami, tilfinningalíkami og efnislíkami, tært ljós, geislar kærleikans og visku, náttúruleg skynfæri, tíðni, vitund, monard eða að vera ein með allt, persónuleg sól, sálarþekking, eigin innri þekking um eilíft líf, djúpur friður, tungumál ljóss og sannleika, skýr samskipti, alheimshjartað, sálarferð, traust á alheiminum, eining með öllum verum, samhljómur alls, jarðtenging og jafnvægi.
​
Allt er eins og það á að vera.
