

Ida Løn
Ég er fædd í Danmörku, elskaði hafið og stundaði hestamennsku af ákefð sem barn og unglingur. Á ferðalagi til Íslands kynnist ég íslenskri náttúru og íslenska hestinum, þá 13 ára að aldri, og var algjörlega heilluð. Við lögðum land undir fót í 6 daga meðfram fjöruborðinu á Snæfellnesi með jökulinn sem ferðafélaga, fyrst á vinstri hönd og svo í baksýn.
Árið eftir þá ferð sneri ég aftur til Íslands, þá ekki lengur í fylgd með mömmu, heldur ein, en þó í hópi Dana. Þá var það Suðurlandið sem kallaði og viðkomustaðir í vikulangri ferð töldu m.a. Þingvelli, Geysi og Gullfoss. Eitthvað kallaði á mig héðan, ég þurfti að koma til baka - vorið 1999 fór ég að heiman, út í heim og kom heim til mín á Ísland, á einum degi.
Ég bý í Hveragerði, hef stundað nám við Háskóla Íslands í norrænni menningu og kennslufræðum, frumtamið hesta, kennt dönsku í Fjölbrautaskóla Suðurlands og eignast fjölskyldu. Ég er tveggja barna móðir í dag og á tvær fullorðna bónusstelpur, ágætis mann og einn hund.
Haustið 2019 kviknaði áhugi á orkuheiminum og ég hóf athyglisverðasta ferðalagi sem ég hef lagt í hingað til. Upphafið var grunnnámið í Access Consciousness, Access Bars. Síðan hef ég kynnst fleiri tegundum af orkuvinnu og allt vinnur þetta saman á undursamlegan hátt.
Ég hlakka til komandi tíma – ekki af því að ég reikna með að allt verði létt, það verða ávallt verkefni fyrir okkur að skoða og leysa, heldur af því að ég geng um í heiminum og börnin mín með mér og við ætlum að gera okkar besta hérna.
​
Hvernig verður það betra?