top of page
  • Facebook
  • Screenshot 2024-11-28 at 12_edited
att.mfDvI0AUOvudUBC-YkNOG4vF5sNgoeAnDDvCdtLUhx8.jpg

Access Bars námskeið

Boðið er upp á hópnámskeið í Access Bars u.þ.b. einu sinni í mánuði. Maður lærir Access Bars á einum degi, á námskeiðinu gefur maður og þiggir meðferðin tvisvar og að námskeiði loknu getur maður hafist handa við að nota Bars í meðhöndlun – og þess vegna gegn gjaldi fyrir ykkur sem hafið áhuga á.

 

Bars opnar möguleika á slökun sem veitir aðgang að innri vitund. Við vitum í raun hvað er best fyrir okkur, en hlustum ekki alltaf á það.

 

Við þjálfum okkur í að spyrja spurningar og biðja um það sem við viljum gjarnan sjá birtast. Alheimurinn er til í að aðstoða, en hann þarf að fá skýr skilaboð um það sem maður óskar sér – og ekki það sem maður vill síður.

 

Hvers vegna tekst ekki alltaf að vera á góðum stað?

Málið er samkvæmt Access að 99% af öllum hugmyndum, hugsunum og tilfinningum eru í raun frá öðrum komið og við leyfum þessu öllu að hanga og trufla okkur. Þegar við rennum í gegnum Bars losnar um það sem tilheyrir okkur ekki sjálfum og við það breytist margt.

 

Er eitthvað sem þú væri til í að breyta? T.d. verkir, líðan, viðhorf í eigin garð eða í garð annarra, orkan sem þú hefur til taks.

Ertu að undirbúa þig fyrir eitthvað sérstakt - nýjum kafla í lífinu, erfitt samtal, aðgerð, brúðkaup? Þá er námskeið í Access Bars kannski eitthvað fyrir þig!

 

Námskeiðsgjaldið er 59.000,- og sé óskað eftir greiðsluskiptingu, greiðist 50% fyrir námskeiðsdag og 50% eftir samkomulagi.

 

Innifalið: Námsgögn, léttar veitingar, húsnæði og bekkur.

att_edited.jpg

Englareiki námskeið

Englareiki 1 & 2 er kennt þegar fyrirspurn berst. Þessi tækni er einnig kennd í hópum, en þar eru táknin lesin inn, það eru hugleiðslur og svo æfum við okkur líka í að heila.

Námskeiðið er sett upp þannig að það er tveir til þrír dagar dagar að lengd og kostar 55.000,-.

 

Allt er eins og það á að vera.

att.LZ1FqpMFDr43_e74A0EsIp3XMcgEdjtNvr_7mgI6E2o.jpg

Heilsudagar

Heilsudagar í Hveragerði gefur tækifæri til að gefa sér smá pásu frá hversdagslegu lífi.

 

Hér komum við saman yfir helgi, við förum í léttar göngur, inni lærum við Access Bars og skiptumst á meðhöndlun, hreyfum okkur rólega af meiri vitund standandi, sitjandi og liggjandi á dýnum og lærum þar að heila okkur sjálf, förum í góðar teygjur, svo röltum við yfir í sund og skoðum hvað vatnið hefur að gefa okkur.

 

Við styðjumst við hugmyndfræði úr Access Bars og virkjum orkuna sem er allt í kringum okkur og innra með okkur. Námskeiðið er tveir daga að lengd eða tvisvar sinnum sex tímar, það er haldið nokkrum sinnum á ári og kostar 45.000,- sem greiðist að fullu við skráningu.

© 2035 by Ida Lön. Powered and secured by Wix

bottom of page